Kona hefur verið ákærð fyrir að ljúga að lögreglu og að leggja fram kæru á hendur manni fyrir nauðgun í júlí 2021.
Saksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar fyrir rangar sakargiftir. Hún er sögð hafa lagt fram ranga kæru og rangan framburð hjá lögreglu annars vegar 11. júlí og hins vegar 15. júlí 2021.
Þá er gerð einkaréttarkrafa á hendur konunni af hálfu tveggja lögerfingja mannsins um þrjár milljónir í miskabætur fyrir hvorn erfingja um sig ásamt tæplega fjögur hundruð þúsund króna útfararkostnaði og málskostnaði að skaðlausu.
Héraðssaksóknari höfðaði málið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í október.