Austurhluti Grindavíkur rafmagnslaus

Rafmagnslaust er í austurhluta Grindavíkur.
Rafmagnslaust er í austurhluta Grindavíkur. Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is á Þorbirni

Rafmagn er farið af austurhluta Grindavíkur.

Sigrún Inga Ævars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi HS Veitna, segir að unnið sé að því að meta hvort eitthvað sé hægt að gera án þess að fara á vettvang.

Af vefmyndavél mbl.is má ráða að rafmagni hafi slegið út klukkan 16.48, eða fyrir um klukkustund. Á henni má einnig sjá hvar varðskipið Freyja lónar úti fyrir höfninni.

Kerfin löskuð

Ljóst er að veitu­kerfi HS Veitna í Grinda­vík eru víða löskuð vegna jarðskjálfta og þeirr­ar jarðgliðnun­ar sem orðið hef­ur.

Í hluta bæj­ar­ins er hvorki heitt vatn né raf­magn sem stend­ur og óvissa rík­ir um hvort og hvenær starfs­fólk HS Veitna get­ur gert við kerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka