Þeir íbúar Grindavíkur, sem ekki hafa áður komist í að sækja helstu nauðsynjar og dýrmætustu eignir sínar eftir að bærinn var rýmdur á föstudaginn, fá í dag að fara inn á lokunarsvæðið.
Nokkur fjöldi bíður enn við lokunarpósta, en byrjað var að hleypa inn á svæðið klukkan 9.10 í morgun.
Á fyrsta lokunarpósti, við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, stóð björgunarsveitarfólk og fór yfir hvort íbúar hefðu heimild til að fara inn á svæðið.
Búast má við talsverðum straumi fólks, líkt og síðustu daga, sem vill reyna að sækja sína helstu muni, gæludýr eða annað á svæðið.