Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Daði Kristjánsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur til að dæma í hryðjuverkamálinu svokallaða og er honum því gert að víkja.
Í skriflegu svari til Rúv staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari þetta.
Landsréttur úrskurðaði þann 23. október að héraðsdómi bæri að taka hryðjuverkamálið til efnislegrar meðferðar og krafðist þá Karl þess að Daði myndi víkja frá í málinu.
Var sú krafa sett fram af saksóknara vegna ummæla dómara í úrskurði frá í október þar sem málinu var vísað frá.
Saksóknari skaut málinu til Landsréttar sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Daði sé vanhæfur til að dæma í málinu.
Landsréttur metur það sem svo að ummæli Daða við frávísun málsins hafi gefið það til kynna að saksóknari hefði átt að fella niður málið þar sem það væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis.
Það væri því óhjákvæmilegt að Daði þyrfti að víkja sem dómari í málinu, að er kemur fram í frétt Rúv.