Hnífurinn kallaði á endurupptöku

Aðalmeðferð hófst 9. október.
Aðalmeðferð hófst 9. október. mbl.is

Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní var fram haldið í dag.

Málið var endurupptekið í kjölfar þess að dóttir hins látna, Jaroslaw Kam­inski, fann blóðugan hníf á heimili föður síns 16. október. Er hnífurinn talinn vera morðvopnið.

Embætti héraðssaksóknara fer með saksókn málsins.

Í svari Dagmarar Aspar Vésteinsdóttur, hjá embætti héraðssaksóknara, við fyrirspurn mbl.is, segir að málið verði ekki endurflutt í heild sinni. Í dag voru teknar tvær skýrslur af lögreglu/tæknideild og var svo stuttur málflutningur í kjölfarið.

Sakaður um að hafa stungið Jaroslaw

Aðalmeðferð í málinu hófst 9. október. Er Maciej Jakub Tali ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw að bana.

Er Maciej sakaður um að hafa stungið Jaroslaw fimm sinn­um með hníf, þar af þrjár í efri hluta búks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert