Kort: Hagafell og Sundhnúkur í brennidepli

Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum, sem nær frá gígaröðinni …
Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum, sem nær frá gígaröðinni og í suð-suðvestur undir Grindavík. Kort/mbl.is

Jarðvísindamenn hafa í dag sagt athyglina sína beinast að Hagafelli, sem liggur norðan Grindavíkur og austur af Þorbirni.

Á kortinu hér að ofan má sjá hvar Hagafell liggur, suð-suðvestur af Sundhnúk þar sem talið er að kvika streymi upp af töluverðu dýpi.

Íbúum hefur verið hleypt til Grindavíkur undanfarna daga. Þó hafa …
Íbúum hefur verið hleypt til Grindavíkur undanfarna daga. Þó hafa ekki allir náð að komast að heimilum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Möguleg miðja á virkninni

„Já, við erum að horfa til Haga­fells núna sem mögu­legr­ar miðju á virkn­inni, eins og hún er í gangi, en aðal­at­hygl­in er á Grinda­vík á meðan fólk er þar að reyna bjarga verðmæt­um,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum, í samtali við mbl.is í morgun.

Langlíklegast yfir kvikuganginum

Frey­steinn Sig­munds­son jarðeðlis­fræðing­ur hafði þá sagst telja mögu­legt gos einna lík­leg­ast við Haga­fell:

„Ég held að upp­taka­svæði yfir þess­um kviku­gangi sé langlík­leg­ast en spurn­ing­in er hvar á kviku­gang­in­um eld­gos yrði. Það er erfitt að segja til um það en kannski eru mest­ar lík­ur á að það verði gos norðan við Grinda­vík ná­lægt Haga­felli,“ sagði Freysteinn í samtali við mbl.is.

„En við verðum að vera við öllu búin varðandi eld­gos ann­ars staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka