Minni skjálftavirkni vegna mikillar spennulosunar

Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík.
Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík. Ljósmynd/Siggi Anton

Frá miðnætti hafa ríflega 600 jarðskjálftar mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni, að því er kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Talið er að meginástæða þess sé mikil spennulosun á svæðinu vegna jarðskjálfta síðustu daga og aflögunar vegna kvikugangsins.

Vegna spennulosunarinnar er líklegt að kvikan eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert