Óvíst hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á

Rafmagnslaust er í austurhluta Grindavíkur og óvíst er hvort og …
Rafmagnslaust er í austurhluta Grindavíkur og óvíst er hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á. Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is á Þorbirni

Óvíst er hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á í Grindavík. 

Rafmagn fór af stórum hluta Grindavíkur rétt fyrir klukkan fimm í dag og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna að því er fram kemur í tilkynningu frá HS Veitum. 

Í samráði við almannavarnir var ákveðið að senda ekki vinnuflokka til Grindavíkur fyrr en í birtingu, ef aðstæður leyfa. Greint var fyrst frá rafmagnsleysinu á mbl.is á sjötta tímanum nú síðdegis.

„Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á meðfylgjandi kortum, eftir því sem best er vitað. Líklegt er að rafmagnsleysi sé víðar í kerfinu vegna bilana í götuskápum og lágspennustrengjum sem liggja í húsagötum. Sérstaklega er varað við hættu sem skapast vegna laskaðra raforkumannvirkja og strengja,“ segir í tilkynningunni.  

Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á kortinu.
Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á kortinu. Kort/HS Veitur

Tilkynning hefur verið send á þá notendur sem vitað er að rafmagnsleysið nái til með textaskilaboðum, segir jafnframt í tilkynningunni. 

Eins og áður hefur komið fram eru dreifikerfi HS Veitna í Grindavík víða löskuð vegna stöðugra jarðskjálfta, jarðsigs og jarðgliðnunar. Ekki hefur verið hægt að greina bilun á vettvangi eða fara í stærri viðgerðir sökum aðstæðna.

Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á kortinu.
Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á kortinu. Kort/HS Veitur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert