Sigið nemur nú allt að 12 sentimetrum á sólarhring

Margar götur í Grindavík eru illa farnar eftir náttúruhamfarirnar.
Margar götur í Grindavík eru illa farnar eftir náttúruhamfarirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, segir ekkert lát á sigi í sigdalnum sem myndast hefur eða dýpkað í Grindavík.

Sigið er nú talið nema allt að 12 sentimetrum á sólarhring. Eins og mbl.is greindi frá í gær var sigið þá metið allt að sjö sentimetrar á sólarhring.

Búast má við áframhaldandi sigi

„Við sjáum sig inni í sigdalnum sem myndaðist og hann heldur bara áfram síga. Nýjustu gögn sýna okkur að sigið sé 12 sentímetrar. Stór hluti af þessum hreyfingum er sá að jarðskorpan er að jafna sig.

Þegar svona stór atburður á sér stað þá tekur það sinn tíma. Það má búast við áframhaldandi sigi og sprunguhreyfingum næstu misserin,“ segir Benedikt Ófeigur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka