Sjáðu sprunguna í Grindavík á tímaflakki

Samsett mynd/Loftmyndir

Á loftmynd frá árinu 1954 sést bersýnilega hvernig sprunga liggur í gegnum Grindavíkurbæ í framhaldi af Sundhnúkagígaröðinni. Bent hefur verið á að sigdalurinn í vestanverðri Grinda­vík hafi senni­lega mynd­ast í Sund­hnúkagos­inu fyr­ir meira en 2.000 árum. 

Á vef Loftmynda, map.is, hefur verið tekinn saman gagnagrunnur með myndum af Íslandi síðan árið 1954. Þar má sjá hvernig Ísland hefur þróast í gegnum árin og jafnframt hvernig sprungan liggur í gegnum Grindavíkurbæ.

Á kortinu hér fyrir neðan má hreyfa miðjuflipann til að sjá hvernig byggðin í Grindavík hefur þróast í kringum sprunguna, sem sést greinilega á loftmynd frá árinu 1954. Einnig má þysja inn og út á kortinu og skoða sprunguna við suðvesturenda bæjarins.

Athugið að það gæti tekið nokkra stund fyrir kortið að hlaðast inn.

Víða skemmdir um bæinn

Mikl­ar skemmd­ir hafa orðið víða um bæinn, meðal annars á gatna­mót­un­um við íþróttamiðstöð Grinda­vík­ur, vegna sprung­unn­ar sem byrjaði að gliðna á föstu­dag­inn.

Á kortinu hér að ofan má sjá hvernig sprungan lá nokkurn veginn undir gatnamótunum.

Sprungan er í raun eystri endi sigdalsins í bænum vestanverðum.

Gula punktalín­an sýn­ir sprung­una sem ligg­ur í gegn­um Grinda­vík­ur­bæ. Gagn­anna …
Gula punktalín­an sýn­ir sprung­una sem ligg­ur í gegn­um Grinda­vík­ur­bæ. Gagn­anna var aflað 12. nóv­em­ber. Kort/​​Rann­sókn­arein­ing Há­skóla Íslands í eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert