Sprungur opnast í Sundahverfi: Rýming til skoðunar

Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík.
Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprungur hafa opnast í Sundahverfi, iðnaðarhverfi við austurenda hafnarinnar í Grindavík.

Viðbragðsaðilar á vettvangi hafa áhyggjur af því að sprungurnar kunni að stækka.

Sundahverfi er við höfnina í Grindavík.
Sundahverfi er við höfnina í Grindavík. Kort/map.is

Hverfið lokað á þessari stundu

Logi Sigurjónsson, lögreglumaður og gæslustjóri í Grindavík, segir í samtali við mbl.is að vegna þessa sé nú til skoðunar að rýma svæðið.

„Það er bara verið að skoða það núna, þannig að það hverfi er lokað á þessari stundu.“

Sprungur liggja um Sundahverfið. Myndin var tekin nú fyrir stundu.
Sprungur liggja um Sundahverfið. Myndin var tekin nú fyrir stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá norðri til suðurs

Formleg rýming sé því ekki hafin enn sem komið er.

Eina sprunguna má sjá á myndinni hér að ofan, en hún virðist liggja frá norðri og til suðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert