Um 500 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti varð við Hagafell um þrjúleytið í nótt, af stærðinni 2,6 stig.
Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er skjálftavirknin mjög svipuð og í gær. Flestir skjálftarnir eru undir tveimur að stærð. Enginn gosórói hefur mælst.
Langflestir jarðskjálftarnir koma fram yfir kvikuganginum, annars vegar við Sýlingafell og að Grindavík og hins vegar aðeins norðan við Stóra-Skógfell.