Aðeins tíu bílum er hleypt í einu inn um lokunarpóst á vegamótum Krýsuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar. Þar bíða tugir bíla, en þegar einn kemur út af Grindavíkursvæðinu þá er öðrum hleypt inn.
Lauslega reiknað eru hér fimmfalt fleiri viðbragðsaðilar en íbúar.
Þrátt fyrir það má segja að Grindavík sé í dag hálfgerður draugabær, enda mannfjöldinn aðeins brot af þeim tæplega fjögur þúsund manns sem hér hafa búið.
Ljóst er að mun meira eftirlit er nú en áður, með því hverjir fá að fara inn á svæðið. En hér er mbl.is í fylgd björgunarsveita og mun halda áfram að flytja fréttir af gangi mála í Grindavík.