180 Venesúelabúar fluttir úr landi í gær

Hópurinn er sagður hafa lent á flugvellinum í gær.
Hópurinn er sagður hafa lent á flugvellinum í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hundrað og áttatíu Venesúelabúar voru fluttir til Venesúela með beinu flugi frá Íslandi í kjölfar þess að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi var synjað.

Miðlar erlendis hafa greint frá fólksflutningunum og kemur þar m.a. fram að hópurinn hafi lent á Simón Bolívar-alþjóðaflugvellinum í Venesúela í gærkvöldi.

Samkvæmt Flight radar lagði flugvél af stað frá Íslandi fyrir hádegi í gær og lenti í gærkvöldi í Venesúela.

Fjölmiðillinn Versión Final greinir frá miklum glundroða á flugvellinum í gær eftir að hópurinn lenti. Er haft eftir sjónarvottum að fólkið hafi verið flutt í rútur sem var keyrt frá flugvellinum í fylgd lögreglu.

Umfangsmestu fólksflutningar síðari tíma

Í september staðfesti kær­u­nefnd út­lend­inga­mála álit Útlend­inga­stofn­un­ar sem kvað á um að um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd frá Venesúela njóti ekki leng­ur sjálf­krafa slíkr­ar vernd­ar hér á landi.

Í viðtali við mbl.is sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að niðurstaða kærunefndar myndi hafa áhrif á um 1.500 einstaklinga. „En við erum að horfa til þess að þetta gætu orðið ein­ir um­fangs­mestu fólks­flutn­ing­ar síðari tíma á Íslandi,” sagði Guðrún. 

Frá flugvellinum í Venesúela.
Frá flugvellinum í Venesúela. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert