Hundrað og áttatíu Venesúelabúar voru fluttir til Venesúela með beinu flugi frá Íslandi í kjölfar þess að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi var synjað.
Miðlar erlendis hafa greint frá fólksflutningunum og kemur þar m.a. fram að hópurinn hafi lent á Simón Bolívar-alþjóðaflugvellinum í Venesúela í gærkvöldi.
Samkvæmt Flight radar lagði flugvél af stað frá Íslandi fyrir hádegi í gær og lenti í gærkvöldi í Venesúela.
Fjölmiðillinn Versión Final greinir frá miklum glundroða á flugvellinum í gær eftir að hópurinn lenti. Er haft eftir sjónarvottum að fólkið hafi verið flutt í rútur sem var keyrt frá flugvellinum í fylgd lögreglu.
¡URGENTE! Las personas que fueron enviadas desde Islandia a Venezuela han sido retenidas en Maiquetía por el gobierno venezolanos y no los dejan salir del aeropuerto. Los van a llevar retenidos en contra de su voluntad de 3 a 4 días al centro “Negra Hipólita”. pic.twitter.com/crV6wZ943g
— Caryna G. Bolivar S. (@meneliel) November 15, 2023
Venezolanos que retornaron desde Islandia a Venezuela retenidos por las autoridades. pic.twitter.com/vZLlsBt2X3
— Caryna G. Bolivar S. (@meneliel) November 15, 2023
Í september staðfesti kærunefnd útlendingamála álit Útlendingastofnunar sem kvað á um að umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela njóti ekki lengur sjálfkrafa slíkrar verndar hér á landi.
Í viðtali við mbl.is sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að niðurstaða kærunefndar myndi hafa áhrif á um 1.500 einstaklinga. „En við erum að horfa til þess að þetta gætu orðið einir umfangsmestu fólksflutningar síðari tíma á Íslandi,” sagði Guðrún.