Beint: Dagur íslenskrar tungu í Eddu

Mynd/Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru á meðal þeirra sem taka til máls á sérstökum hátíðarviðburði í Eddu, húsi íslenskunnar, í dag í tilefni dags íslenskrar tungu. 

Venju samkvæmt verða verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.

Dagskrá hefst klukkan 16 og sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert