Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru á meðal þeirra sem taka til máls á sérstökum hátíðarviðburði í Eddu, húsi íslenskunnar, í dag í tilefni dags íslenskrar tungu.
Venju samkvæmt verða verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.
Dagskrá hefst klukkan 16 og sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.