Fá fylgd í gegnum lokunarpóst við Grindavíkurveg

Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg, þar sem íbúar fara í gegn …
Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg, þar sem íbúar fara í gegn í fylgd björgunarsveitarmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag eru viðbragðsaðilar að vinna inni á mesta hættu­svæði Grinda­vík­ur. Til að tryggja ör­yggi viðbragsaðila og íbúa verður fjöl­miðlafólki ekki hleypt inn fyr­ir lok­un­ar­póstana.

Búið er að hafa sam­band við þá íbúa Grinda­vík­ur sem eiga þess kost að fara inn í bæ­inn í dag til að bjarga verðmæt­um. Þeir ein­ir fá að fara inn í bæ­inn sem aðgerðastjórn­in í Reykja­nes­bæ hef­ur haft sam­band við. Íbúar fara inn í fylgd björgunarsveitarmanna.

Það er greinilegt að jarðhræringarnar við Grindavík vekja heimsathygli en mjög margir erlendir fjölmiðlamenn eru á svæðinu. Meðal annars eru miðlar frá Noregi, Bretlandi og Spáni á svæðinu sem og fjölmiðlamenn sem koma alla leiðina frá Japan. Hins vegar koma þeir allir að lokuðum dyrum og hafa ekki fengið að fara inn á svæðið.

Margir erlendir fjölmiðlamenn eru á svæðinu. Hins vegar koma þeir …
Margir erlendir fjölmiðlamenn eru á svæðinu. Hins vegar koma þeir allir að lokuðum dyrum og hafa ekki fengið að fara inn á svæðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til at­hug­un­ar fyr­ir íbúa:

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsyn­lega að fara.
  • Aðeins verður leyfi fyr­ir einn aðila að fara inn á svæðið, fyr­ir hvert heim­ili.
  • Skráið niður lista yfir það sem þið hygg­ist sækja áður en lagt er af stað.
  • Munið eft­ir húslykli.
  • Hafið búr fyr­ir gælu­dýr ef þörf er á.
  • Hafið poka eða annað und­ir muni.
  • Íbúar hafa stutt­an tíma inni á heim­il­inu.
  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaof­næmi fyr­ir dýr­um því það verða gælu­dýr með í för í baka­leiðinni.
  • Þetta er ein­göngu til þess sækja mjög mik­il­væga hluti s.s. gælu­dýr, lífs­nauðsyn­leg lyf, hugs­an­lega vega­bréf eða aðra ómiss­andi hluti fyr­ir heim­il­is­fólk.
  • Mjög mik­il­vægt er að all­ir sem koma að þess­ari aðgerð hlýði vand­lega öll­um fyr­ir­mæl­um lög­reglu sem stýr­ir þess­ari aðgerð og virði tíma­mörk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert