Fannar dæmdur í átta ára fangelsi

Fannar Daníel Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í október, þegar aðalmeðferðin …
Fannar Daníel Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í október, þegar aðalmeðferðin fór fram. mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fannar Daníel Guðmundsson í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum Dubliners á mars á þessu ári og fyrir kynferðisbrot og frelsissviptingu í öðru máli sem átti sér stað árið 2022.

Dómur í málinu féll síðdegis í dag en Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfesti niðurstöðuna í samtali við mbl.is. Ekki er búið að birta dóminn. Karl Ingi segir niðurstöðuna í takti við kröfur ákæruvaldsins í málinu. 

Embætti héraðssaksóknara ákærði Fannar fyr­ir til­raun til mann­dráps á skemmti­staðnum Dubliner í mars með því að hafa farið þangað inn grímu­klædd­ur og vopnaður hlaðinni af­sagaðri hagla­byssu og beint henni að þrem­ur viðskipta­vin­um og barþjóni áður en hann hleypti af einu skoti rétt hjá fólk­inu.

mbl.is

Hleypti af skoti fyrirvaralaust

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að Fannar hafi beint hlaðinni byss­unni að fólk­inu þar sem það var við bar­borð staðar­ins og svo án viðvör­un­ar og fyr­ir­vara­laust hleypt af einu skoti þannig að högl­in höfnuðu í inn­rétt­ingu staðar­ins og í áfeng­is­flösk­um rétt ofan og til hliðar við fólkið. Splundruðust flösk­ur og rigndi gler­brot­um yfir fólkið sem sat við bar­borðið að því er fram kem­ur í ákær­unni.

Þá seg­ir að Fannar hafi falið byss­una með því að vefja hana í hvíta hettupeysu og haft hana í inn­kaupa­poka þannig að gest­ir staðar­ins hafi ekki áttað sig á því að hann væri vopnaður þegar hann hleypti úr byss­unni.

„Var svo grillaður“

Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Fannar kaus að gefa ekki skýrslu við upp­haf aðalmeðferðarinnar. „Ég var svo grillaður á því á þess­um tíma," sagði Fannar og vísaði þess í stað í skýrsl­una sem lög­regl­an tók af hon­um eft­ir að hann var hand­tek­inn, grunaður um verknaðinn.

Karl Ingi segir að ákveðið hafi verið að sameina tvö mál gegn Fannari sem var síðan dæmt í í dag. Hitt málið varðar kynferðisbrot og frelsissviptingu sem átti sér stað í mars 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert