Alls hafa 34 fasteigna- og skipasalar skilað inn starfsréttindum sínum það sem af er þessu ári, en um 600 manns eru með opinbera löggildingu á því sviði, skv. upplýsingum frá Grétari Jónassyni, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.
„Þetta er ekki óeðlilegt miðað við ástandið eins og það er í dag,“ segir Grétar og vísar þar til stöðunnar á fasteignamarkaði, en undanfarin ár hefur fjöldi þinglýstra kaupsamninga verið um 12 þúsund árlega, en hefur nú dregist saman um helming.
„Þegar þannig háttar til rær ákveðinn hópur fólks á önnur mið,“ segir Grétar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.