Áætluð lega kvikugangsins, þar sem hann kemst næst Grindavíkurbæ, er rétt norðan og vestan við bæinn.
Þetta má lesa út úr korti frá Veðurstofu Íslands þar sem einnig má sjá hvernig sprungurnar liggja í gegnum bæinn.
Þar má líka merkja hvar sprungurnar liggja í bænum og við hann.
Einnig hvar mörk sigdalsins, sem uppgötvaðist í vikunni, liggja.