Land hefur nú sigið um allt að 25 sentimetra innan sigdalsins sem tók að myndast eða dýpkaði verulega á föstudag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Greint var frá því á mbl.is á mánudag að sigdalur hefði uppgötvast í Grindavík og var það metið sem svo að land innan hans hefði sigið um einn metra miðað við landið í kring.
Segir þar að á færslum á GPS-mæli, sem staðsettur er við miðjan kvikuganginn rétt norðar Grindavíkur, mælist enn um 5 cm sig á dag.
„Samkvæmt nýjustu mælingum er sigdalurinn því enn þá virkur,“ segir í tilkynningunni.