Ljósmyndari mbl.is, Eggert Jóhannesson, fékk í dag tækifæri til að fljúga dróna yfir svokallað rautt svæði, eða það svæði sem einna helst þykir hættulegt að dvelja á í Grindavík um þessar mundir.
Á því svæði liggur sprunga í gegnum bæinn.
Erfitt er að sjá úr lofti hvort bæst hafi í skemmdir umfram það sem var fyrir. Í dag bárust fregnir af því að sig hefði numið 5 sentimetrum á sólarhring og er því sig orðið 1,25 m frá því hræringarnar hófust.
Mesta jarðskjálftavirknin hefur færst fjær Grindavík í átt að Hagafelli sem er norður af bænum og skammt austur af Þorbirni.