Ný myndavél mbl.is horfir að Hagafelli

Skjáskot úr nýrri vefmyndavél mbl.is. Hagafell fyrir miðju, handan hryggsins.
Skjáskot úr nýrri vefmyndavél mbl.is. Hagafell fyrir miðju, handan hryggsins.

Nýrri myndavél mbl.is hefur verið komið upp í Þorbirni, norður af Grindavík.

Er henni beint í austurátt og horfir hún þannig í átt að Hagafelli, Sundhnúk, og gígaröðinni sem kennd er við hann.

Sýlingafell, Stóra-Skógfell, Fiskidalsfjall og Húsafjall

Til vinstri á myndavélinni má sjá Grindavíkurveg þar sem hann liggur framhjá Svartsengi.

Þar fyrir ofan er Sýlingafell og enn ofar er Stóra-Skógfell. Frá því felli má fylgja gígaröðinni að Sundhnúki, vinstra megin við miðju.

Í framhaldi af því tekur við Hagafell, hægra megin við miðju og handan hryggsins sem er í forgrunni. Handan hryggsins, og utan sjónsviðs myndavélarinnar, liggur Grindavíkurvegur til suðurs að Grindavík.

Hægra megin fjær, frá vinstri, má sjá Fiskidalsfjall og Húsafjall, en handan þeirra er Suðurstrandarvegur.

Myndavélinni hefur verið bætt í hóp fleiri myndavéla mbl.is, en útsendingar þeirra allra má nálgast hér:

Áfram er fylgst með atburðarásinni og fréttir fluttar af þróun mála hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert