Jarðskjálfti reið yfir við Kleifarvatn skammt norðvestur af Kleifarvatni klukkan 10.37 í morgun.
Skjálftinn var af stærðinni 2,9 og er því sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga í rúman sólarhring, eða frá því jarðskjálfti sömu stærðar varð klukkan 8.56 í gærmorgun.
Sá var einmitt stærsti skjálfti skagans í tæpan sólarhring.
Líklegt verður að teljast að um sé að ræða svokallaðan gikkskjálfta, en þeir leysa þá spennu úr jarðskorpunni sem kvikugangurinn hefur valdið á skaganum.