Skjálftavirknin við kvikuganginn í jarðskorpunni við Grindavík mælist nú mest við Hagafell.
Þar kváðu jarðvísindamenn í gær að eldsumbrota mætti ef til vill helst vænta, yrði af þeim.
Frá miðnætti í nótt hafa orðið þar fimm skjálftar af stærð 2 eða yfir, eins og sjá má á kortinu sem hér fylgir.
Það sýnir alla skjálfta á svæðinu sem mælst hafa á því stærðarbili frá miðnætti og til klukkan 14 í dag.
Stærsti skjálftinn varð klukkan 13.19 eftir hádegi og mældist 2,9 að stærð.