„Þitt nafn bjargar lífi“

Hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefst …
Hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefst í dag.

Íslandsdeild Amnesty International segir að krafan um verndun mannréttinda hafi sjaldan verið jafn þörf og núna og minnir á að hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefjist í dag. 

Hægt er að skrifa undir tíu mál þolenda mannréttindabrota á heimasíðu Amnesty.

„Herferðin hefur svo sannarlega sýnt að venjulegt fólk getur umbreytt lífi þolenda mannréttindabrota með þeim einfalda hætti að setja nafn sitt á bréf til stjórnvalda og krefjast umbóta. Allt frá upphafi herferðarinnar árið 2001 hafa rúmlega hundrað þolendur grófra mannréttindabrota fengið úrbætur á sínum málum. Undirskriftir til stjórnvalda sem fótum troða mannréttindi hafa því oft skipt sköpum í lífi þolenda og gefið öðrum von á erfiðum tímum, sem er ekki síður mikilvægt,“ segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty. 

Tekið er fram, að samtakamátturinn skipti máli. Fólk á Íslandi hafi heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með góðri þátttöku í herferðinni. Um sé að ræða stærstu mannréttindaherferð í heimi og hún fari fram á aðventunni ár hvert í rúmlega 200 löndum og landsvæðum.

„Íslandsdeild Amnesty International er afar þakklát öllum þeim fjölmörgu Íslendingum sem lagt hafa herferðinni lið síðustu ár. Þátttakan hefur skipt sköpum enda grípa nærri 2% Íslendinga til aðgerða á hverju ári. Það er mun hærra hlutfall íbúa en nokkur staðar í heiminum,“ segir enn fremur í tilkynningu. 



Undanfarin ár hefur Íslandsdeildin fengið til liðs við sig listafólk …
Undanfarin ár hefur Íslandsdeildin fengið til liðs við sig listafólk til að gera vegglistaverk af einu máli þolanda á útivegg á kaffihúsinu Kaffi Vest. Í ár hefur listakonan Julia Mai Linnéa Maria gert listaverk af pólska kvenréttindafrömuðinum Justynu Wydrzyńska sem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert