Guðmundur Karl Halldórsson, rútubílstjóri og fyrrverandi varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur í tvígang komist í návígi við eldgosahættu en síðastliðinn föstudag hljóp hann í skarðið og ferjaði Grindvíkinga frá bænum á rútunni sinni eftir að almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn.
Guðmundur starfaði einnig við Kröfluvirkjun frá 1977-1978 á upphafsárum Kröfluelda.
„Ég var að vinna fyrir Kröflunefnd og við vorum þarna tveir sem vorum eftir að vakta svæðið, en maður fór einn á vakt upp við Víti þannig að maður var með augu á Leirhnjúki og gat sagt til ef þar myndi byrja að gjósa,“ segir Guðmundur og heldur áfram:
„Maður var þarna margar nætur og það var oft og tíðum grenjandi stórhríð þar sem maður sá ekki neitt en var samt látinn vera þarna uppi og þurfti bara að fylgjast með hvort eitthvað myndi gerast,“ segir hann og hlær.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.