Vinnuflokkar frá HS Veitum í startholunum

Rafmagnið fór af í austurhluta Grindavíkur í gær.
Rafmagnið fór af í austurhluta Grindavíkur í gær. Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is á Þorbirni

Vinnuflokkar frá HS Veitum eru klárir að hefja störf við að koma á rafmagni í Grindavík en í gærkvöld fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins.

Hjördís Guðmundsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir við mbl.is að beðið sé eftir nýjasta hættumati, sem ætti að liggja fyrir nú á níunda tímanum, og eftir það verður ljóst hvort starfsmenn HS Veitna geti hafið störf í birtingu.

Ein stærsta jarðýta landsins á leið að Svartsengi

Vinna við varnargarða við Svartsengi er í fullum gangi og að sögn Hjördísar lagði ein af stærstu jarðýtum landsins af stað áleiðis frá Ingólfsfjalli um þrjúleytið í nótt. Þar mun hún verða notuð við uppsetningu varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert