Enn strikað yfir við afleggjarann

Eins og sjá má er búið að strika aftur yfir.
Eins og sjá má er búið að strika aftur yfir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er strikað yfir heiti Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins á skiltum Vegagerðarinnar við afleggjara Grindavíkurvegar á Reykjanesbraut.

Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is komu auga á þetta núna í morgun.

Í fyrstu var fullyrt í fréttinni að strikað hefði verið aftur yfir heitin eftir að yfirstrikunin hafði verið tekin af. Það er rangt, því um er að ræða annað skilti. Beðist er velvirðingar á því.

Vegagerðin strikaði yfir heiti á öðru skilti fyrr í vikunni til að upplýsa ferðamenn um að ekki væri hægt að komast til Grindavíkur. Þá tók Grindvíkingurinn Smári Þórólfsson sig til og fjarlægði yfirstrikunina á einu skilti og sagðist ætla að halda verkefninu áfram.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert