Framtíð svæðisins óljós og í skoðun

Frá aðgerðarstjórn á Suðurnesjum í dag.
Frá aðgerðarstjórn á Suðurnesjum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem ég get sagt um þetta á þessari stundu er í raun að það sem heyrir undir Náttúruhamfaratryggingar er auðvitað skilgreint og nokkuð skýrt og sú vinna í raun farin af stað með að meta eftir því sem hægt er,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármálaráðherra spurð út í tryggingamál Grindvíkinga eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun.

Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag að ef svo færi að Grindavíkurbær­ yrði úr­sk­urðaður óbyggi­leg­ur myndi Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing ein­göngu bæta beint tjón af völd­um ham­far­anna.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ýmsum spurningum um framtíð byggðar …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ýmsum spurningum um framtíð byggðar í Grindavík ósvarað. mbl.is/Óttar

„Það þarf að hafa orðið beint tjón á eign­inni til að komi til bóta frá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu. Þar sem hús hafa tal­in verið óbyggi­leg vegna of­an­flóðahættu, sem eru kannski ekk­ert ólík­ar aðstæður og þarna, þá hef­ur of­an­flóðasjóður tekið ábyrgð á þeim hús­um,“ sagði Hulda.

Sjá hvernig málum vindur fram

Þórdís Kolbrún segir ýmsum spurningum um framtíð svæðisins enn ósvarað, innt eftir því hvað verði þá um þær eignir sem ekki hafa orðið fyrir beinu tjóni en gætu talist ónýtar ef bærinn verður úskurðaður óbyggilegur. 

„Varðandi aðrar stærri spurningar um framtíðina og framtíð svæðisins og annað slíkt, það er einfaldlega eitthvað sem við erum að fara yfir en þarf líka að koma í ljós eftir því hvernig málum vindur fram,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert