„Hreinn sveinn í jarðskjálftum“

Magnús Már Jakobsson flutti frá Bolungarvík til Grindavíkur fyrir margt …
Magnús Már Jakobsson flutti frá Bolungarvík til Grindavíkur fyrir margt löngu og telur sig hafa himin höndum tekið. Hann segir Grindvíkinga kraftmikið fólk sem ekki láti deigan síga þótt á móti blási. Ljósmynd/Facebook

Magnús Már Jak­obs­son, ör­ygg­is- og mannauðsstjóri út­gerðarfé­lags­ins Þor­bjarn­ar hf. í Grinda­vík, hafði veg og vanda af því að leiðbeina er­lendu vertíðar­starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins vegna rým­ing­ar­inn­ar þar í bæn­um á föstu­dag­inn sem allt fór á besta veg. Magnús er brott­flutt­ur Bol­vík­ing­ur en hef­ur búið lengi í Grinda­vík og kveðst stolt­ur af krafti og áræðni bæj­ar­búa sem láti sér fátt fyr­ir brjósti brenna.

„Þegar þetta kem­ur allt upp er það mitt hlut­verk að hugsa um er­lenda starfs­fólkið, þetta eru kannski þrjá­tíu manns í ver­búðinni en nokkr­ir voru farn­ir áður en ég kom en þetta gekk allt sam­an svaka­lega vel hjá þeim,“ seg­ir ör­ygg­is­stjór­inn frá.

Sam­hug­ur og sam­vinna

„Það má segja að ég sé hreinn sveinn í jarðskjálft­um,“ seg­ir Magnús glett­inn, „þegar þessi hrina byrj­ar ræða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins og for­stjór­inn við mig og ákveðið var að mitt hlut­verk yrði að búa er­lenda starfs­fólkið und­ir þessa at­b­urði og það sem gæti komið upp. Svo var bara farið yfir hlut­ina og ákveðið hvernig brugðist yrði við í mis­mun­andi aðstæðum en ég var líka bú­inn að taka einkaviðtöl við hvern og einn og ræða við fólk hvert það færi ef allt færi illa og svo voru þau búin að raða sér niður þegar ég mætti klukk­an átta um kvöldið. Þau voru kom­in út og til­bú­in,“ seg­ir Magnús frá.

Hann kveður stjórn­end­ur Þor­bjarn­ar ákaf­lega sam­fé­lags­lega þenkj­andi og vel hlúð að mann­skapn­um. „Ef ég á að lýsa and­rúms­loft­inu, hvað á ég að segja, ég er bú­inn að búa í Grinda­vík síðan 1995, flutti þá inn á tengdó þegar ég byrjaði með kon­unni eft­ir snjóflóðið í Súðavík. Það er bara eitt­hvað við Grinda­vík sem er rosa­lega flott, svo mik­ill sam­hug­ur og sam­vinna, þetta er svo kraft­mikið sam­fé­lag og það þarf eng­inn að fara að segja mér að við séum ekki að fara að flytja þarna aft­ur. Í versta falli ger­um við bara eins og Súðvík­ing­ar og flytj­um bæ­inn,“ seg­ir Magnús og bjart­sýn­in leiftr­ar af hverju orði.

Last­ar ekki Vest­f­irðinga

Magnús sá um ör­ygg­is­mál í Bláa lón­inu í sautján ár og var verka­lýðsformaður í sjö ár áður en hann hóf störf hjá Þor­birni. „Íþrótta­and­inn í bæn­um er svo sterk­ur, ég hef aldrei fundið ann­an eins kraft, hann gæti mögu­lega verið í Vest­manna­eyj­um en varla ann­ars staðar. Ég er Vest­f­irðing­ur sjálf­ur og ég ætla ekki að lasta Vest­f­irðinga, mér þykir rosa­lega vænt um þá en passa bara ekki inn þar sjálf­ur,“ seg­ir hann frá.

Hann seg­ir er­lenda starfs­fólkið hjá Þor­birni flest ef ekki allt hafa komið sér inn ein­hvers staðar, hjá vin­um, ætt­ingj­um eða ann­ars staðar. Hjálp­sem­in ber­ist hvaðanæva. Magnús læt­ur þó ekki af lofi sínu í garð Grind­vík­inga og vík­ur að bæj­ar­stjóra og jafn­vel full­trú­um hins geist­lega.

„Bæj­ar­stjór­inn okk­ar hef­ur staðið sig rosa­lega vel og prest­ur­inn okk­ar. Auðvitað eru hnökr­ar á öllu en heild­ar­mynd­in er rosa­lega flott. Grinda­vík verður alltaf gul og blá og það mun ekk­ert brjóta okk­ur,“ seg­ir Magnús Már Jak­obs­son að lok­um, stolt­ur af sveit­ung­um sín­um þegar skór­inn krepp­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert