Nýjar tölvuteiknaðar myndir sýna báða varnargarðana sem eiga að verja innviði á Reykjanesskaga vegna mögulegs eldgoss.
Vinna stendur nú yfir við báða garðana.
Um er að ræða annars vegar fjögurra kílómetra bogadreginn garð í kringum orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið en hins vegar eins og hálfs kílómetra langan garð ofan við Hagafell og Sýlingarfell, nær Sundhnúkum.
Í fyrstu verða garðarnir um þriggja metra háir og svo verður metið hvort þurfi að hækka þá.