GPS-mælar í og við Grindavík, nærri miðju sigdalsins sem myndaðist þar aðfaranótt laugardags eða tók að dýpka verulega, sýna nú að sigið í dalnum nemur um 3-4 sentimetrum á sólarhring.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Greint var frá því í gær að sigið næmi 5 sentimetrum á sólarhring.
Sigdalurinn yfir kvikuganginum þykir því enn virkur, þó svo að mælingar sýni að það hafi hægst örlítið á siginu á milli daga.