Stærsti skjálftinn við Sundhnúk

Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum.
Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum. Kort/mbl.is

Um 320 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaga, enginn yfir þremur að stærð. Mesta virknin hefur verið við Hagafell og Sundhnúkagígaröðina, sem er yfir kvikuganginum.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engan óróa hafa mælst í nótt og að engar skarpar breytingar hafi komið fram á rauntíma aflögunarmælingum.

Upptök skjálftanna eru á um 4-6 km dýpi sem er svipað og síðustu daga. Stærsti skjálftinn eftir miðnætti var 2,6 að stærð og voru upptök hans á 4,5 km dýpi norðan við Sundhnúk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert