Sendir hlýjar kveðjur

Heimsóknin nú litast óneitanlega af yfirvofandi hættu á Reykjanesskaga.
Heimsóknin nú litast óneitanlega af yfirvofandi hættu á Reykjanesskaga. Samsett mynd

„Ég sendi hlýjar kveðjur til fólksins í þorpinu sem hefur verið rýmt sem mun kannski aldrei komast aftur heim til sín,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown sem er staddur hér á landi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir.

Brown er mikill Íslandsvinur og þetta er fimmta heimsókn hans hingað á fáum árum. Hann og unnusta hans höfðu Ísland sem „leyniáfangastað“ á tímum kórónuveirunnar þegar hann gat ekki heimsótt hana til Hollands og hún ekki komið til Bandaríkjanna. Heimsóknin nú litast óneitanlega af yfirvofandi hættu á Reykjanesskaga og kveðst Brown hafa mikla samúð með Grindvíkingum.

„Móðir náttúra býr yfir miklum kröftum og stundum minnir hún okkur á hver það er sem ræður,“ segir hann og bætir við að stórkostlegt hafi verið að fylgjast með Íslendingum rétta Grindvíkingum hjálparhönd og umvefja þá hlýju. „Enda hefur þetta fólk kannski bæði misst heimili sín og fyrirtæki, lífsviðurværi sitt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert