Þorvaldur segist ekki tala í dulkóða

Þor­vald­ur Þórðar­son er pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands.
Þor­vald­ur Þórðar­son er pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/Arnþór

„Ég tala ekki í neinum dulkóða heldur segi hlutina beint út,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er í ítarlegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem farið er yfir fjölbreyttan feril hans.

„Mér finnst alltaf langbest að tala beint út og segja mína meiningu. Ég þoli alveg að aðrir segi sína meiningu á móti. Ég vil hafa hlutina uppi á borðum og horfa á þá eins og þeir eru. Kannski er það út af bakgrunni mínum. Ég var bara krakki þegar ég fór fyrst á sjóinn, nýorðinn þrettán ára.

Ég lærði vinnubrögð fyrst og fremst á sjónum hjá afa og einnig hvernig best er að taka á hlutum. Ég vann með hörkukörlum, sem ekki allir urðu gæfumenn, en voru virkilega flottir karlar sem pössuðu upp á mig. Þrettán ára gamall stóð ég á dekkinu, stundum sextán tíma á dag. Fjórum mánuðum seinna kom ég af sjónum og var orðinn að manni. Þetta var lífsreynsla sem breytti mér,“ segir Þorvaldur sem er mikill íþróttaáhugamaður og hefur haldið með Liverpool frá árinu 1967.

Nánar er rætt við Þorvald í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert