Vilhelm Þór Neto, leikari og grínisti, hefur svarað rangfærslum um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga.
Bandarískur notandi samfélagsmiðilsins TikTok birti myndband á dögunum þar sem hann sagði að Ísland gæti liðið undir lok vegna jarðhræringanna. Villi Neto svaraði vitleysunni í gær:
„Þegar þau sögðu mér að menntakerfið í Bandaríkjunum væri í molum, þá trúði ég þeim ekki, en nú geri ég það. Halló frá Íslandi.“
Líkt og mbl.is hefur greint frá hafa ferðamenn verið tvístígandi um að bóka ferð til landsins og hafa sumir jafnvel afbókað eða frestað bókunum sínum vegna ótta um öryggi sitt.