Yrsa hljóp í skarðið fyrir Katrínu

Rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir árita bækur í Fríkirkjunni.
Rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir árita bækur í Fríkirkjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yrsa Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur hleyp­ur í skarð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á viðburði á veg­um bók­mennta­hátíðar­inn­ar Ice­land Noir í Frí­kirkj­unni nú í kvöld. Katrín átti, ásamt Ragn­ari Jónas­syni rit­höf­undi, að spjalla við Ryan Tubri­dy. 

Yrsa sagði við ljós­mynd­ara mbl.is að það væri stórt skarð að fylla í, en að hún myndi reyna að gera sitt besta. Katrín var vant við lát­in vegna verk­efna í tengsl­um við Grinda­vík en hún sat ein­mitt fyr­ir svör­um á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna fyrr í dag.

Röðin náði út allt kirkjugólfið.
Röðin náði út allt kirkjugólfið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skír­skot­un í glæpa­sög­una

Í upp­hafi viðburðar­ins í Frí­kirkj­unni var boðið upp á köku sem er end­ur­gerð af kök­unni sem boðið var upp á á 200 ára af­mæli Reykja­vík­ur­borg­ar. Kak­an fór vel í mann­skap­inn og Ragn­ar og Yrsa árituðu bæk­ur í gríð og erg.

Skáld­saga þeirra Ragn­ars og Katrín­ar, Reykja­vík, ger­ist ein­mitt árið 1986 á þeim tíma er 200 ára af­mæli Reykja­vík­ur var fagnað og boðið var upp á kök­una sögu­frægu.

Aðsókn­in var svo mik­il að spjallið með Ryan Tubri­dy hófst ekki á rétt­um tíma. 

Kakan er eins og sú sem boðið var upp á …
Kak­an er eins og sú sem boðið var upp á í 200 ára af­mæli Reykja­vík­ur­borg­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert