Beint: Samverustund í Keflavíkurkirkju

Samverustund verður í Keflavíkurkirkju nú síðdegis í dag fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug. 

Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina og flytur hugleiðingu.

Meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristjáns Hrannars, organista.

Prestur kaþólsku kirkjunnar á Suðurnesjum verður með bæn og hugvekju. Frú Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri, flytja ávörp.

Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar.

Fylgjast má með samverustundinni í beinu streymi hér að neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert