Jarðskjálftahætta þurfi ekki að útiloka byggð

Frá Grindavík í vikunni.
Frá Grindavík í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hætta á jarðskjálftum þurfi ekki að útiloka byggð á ákveðnum svæðum. Það sé þó eðlilegt að velta slíku áhættumati fyrir sér þegar byggð er skipulögð. 

Spáð er jarðhrær­ing­um á Reykja­neskaga, jafn­vel um ald­ir. Þarf að taka það meira til greina við skipu­lag á stór-höfuðborg­ar­svæðinu?

„Ég er formaður al­manna­varna­nefnd­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins og við höf­um kallað eft­ir hættumati fyr­ir Reykja­nesið sem er auðvitað í tún­fæti höfuðborg­ar­svæðis­ins. Því er nú lokið og hægt að horfa til þess. Þá hef­ur Veður­stof­an unnið að áhættumati fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið síðustu miss­er­in. Því að Ísland allt er auðvitað því marki brennt að hér er eld­virkni. Það fær­ir okk­ur jarðhit­ann og ýmis lífs­gæði en líka hætt­ur sem við þurf­um að vita sem mest um. Því tel ég eðli­legt að það sé hluti af því að huga að skipu­lagi til næstu ára að ekki sé talað um næstu 50 eða 100 ár að velta slíku áhættumati fyr­ir sér,“ segir Dagur í samtali við Morgunblaðið í gær. 

Þýðir það að út þessa öld sé kannski óraunhæft að byggja jafn mikið upp næst skjálftasvæðunum og að var stefnt heldur verði uppbyggingin að fara fram nær höfuðborgarsvæðinu?

„Nei, það er víða von á skjálftum á suðvesturhorninu. Það þarf ekki að útiloka byggð. Hætta á hraunrennsli og náttúruvá er hins vegar eitthvað sem eðlilegt er að horfa til við undirbúning skipulags og innviða. Við þurfum að taka inn í myndina að nýtt gostímabil geti verið hafið á Reykjanesi,“ segir Dagur. 

Lengra viðtal við Dag má lesa í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert