Nýti íbúðir á neyðartímum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina reiðubúna til að aðstoða Grindvíkinga við að finna nýtt húsnæði, ef þörf krefur. Þeir verði auðvitað að leiða för í þessu efni.

Dagur flutti á föstudag árlega ræðu um uppbyggingu í borginni. Þá síðustu sem borgarstjóri, a.m.k. í bili.

Við þau tímamót var rétt að spyrja Dag hvernig borgin hefði breyst í borgarstjóratíð hans.

„Reykjavík hefur auðvitað breyst mikið undanfarin tíu ár enda hefur hún þróast inn á við og áhersla verið lögð á græna þróun borgarinnar í heild. Við höfum ekki aðeins verið að fjölga íbúðum mikið, heldur áhugaverðum stöðum til að búa á, með aðgengi að grænum svæðum og lífsgæðum sem við viljum stefna að og tryggja öllum borgarbúum aðgengi að.“

Dagur segir borgina hafa breyst að því leyti að í staðinn fyrir að félagslegt húsnæði sé byggt á einum stað þá fléttist það nú inn í uppbyggingu allra reita. Lögð hafi verið áhersla á samstarf við óhagnaðardrifin félög, þ.m.t. hjá stúdentum, Bjargi, Búseta og Brynju.

Nánar var rætt við borgarstjóra í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert