Almannavarnir standa fyrir upplýsingafundi í dag klukkan 11.00 þar sem farið verður yfir starfsemi þjónustumiðstöðvar almannavarna sem opnuð var í síðustu viku fyrir íbúa Grindavíkur. Einnig verður farið yfir stöðu skólamála vegna atburðanna í Grindavík.
Það er Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá almannavörnum, sem mun á fundinum fara yfir starfssemi þjónustumiðstöðvar almannavarna.
Þá mun Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, fara yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna.
Stefnt er að því að upplýsingafundir verði einnig haldnir á sama tíma á miðvikudaginn og föstudaginn.
Hér má horfa á upptöku frá fundi dagsins.