Bílvelta í Árbæ

Engan sakaði þegar ökumaður velti bíl.
Engan sakaði þegar ökumaður velti bíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engan sakaði þegar ökumaður velti bíl í Árbæ. Ökumaður kveðst hafa misst stjórn á bifreið vegna hálku. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu.

Þar kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um árekstur í sama umdæmi lögreglu, Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ. Annað ökutækið er óökufært en engin slys urðu þó á fólki. Lögregla lét draga bifreiðina af vettvangi.

Þá hafði lögregla afskipti af þó nokkrum ökumönnum vegna ýmissa brota. Fimm voru sektaðir fyrir notkun á farsíma við akstur og voru þrír grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Var einn einnig kærður fyrir vopnalagabrot eftir að hnífur fannst í fórum hans við öryggisleit.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um eld. Enginn slasaðist en tjón er á fasteign.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert