Þeir Grindvíkingar sem fá að fara inn á heimili sín eða í fyrirtæki í verðmætabjörgun á mánudag eiga að koma á lokunarpóst við mót Krýsuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar á morgun.
Er þessi breyting gerð vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Áður var farið um lokunarpóst við Grindavíkurveg og Reykjanesbraut.
Upplýsingar um breyttan innkomu stað hafa verið sendar til þeirra sem fengið hafa boð um að mæta á mánudagsmorgun. Í tilkynningu segir að gott sé að hafa í huga að þessar breytingar geti þýtt að meiri bið sé eftir því að komast inn til Grindavíkur. Viðbragðsaðilar muni þó gera allt til þess að svo verði ekki.