Djúp lægð við suðvestur Grænland nálgast Ísland smám saman. Það verður því hægt vaxandi suðlæg átt á landinu fyrri parts dags og væta með köflum, en þurrt og bjart fyrir austan.
Skil frá lægðinni ganga síðdegis inn yfir landið, þá bætir í vind og úrkomu og í kvöld má búast við allhvassri sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands.
Í nótt bætir svo enn frekar í vind en í fyrramálið er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með áframhaldandi rigningu og hlýju veðri.