Samtök atvinnulífsins (SA) hvetja fyrirtæki til að leggja Grindvíkingum til afnot af orlofshúsnæði í samstarfi við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir (FSRE) á meðan þeim sé óheimilt að snúa til síns heima.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA.
Í tilkynningunni segir að í forgangi sé að útvega þeim sem dvalið hafa í bráðabirgðahúsnæði viðunandi tímabundin úrræði.
Mat á húsnæðisþörf og miðlun húsnæðis verður í samvinnu við Almannavarnir og bæjaryfirvöld í Grindavík en SA mun hafa milligöngu um upplýsingarnar og afhenda FSRE.