Gætum verið að ofgreina ADHD

Formaður Geðlæknafélags Íslands segir að mikilvægt sé að fylgjast með …
Formaður Geðlæknafélags Íslands segir að mikilvægt sé að fylgjast með þróuninni. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir tímabært að staldra við og velta því fyrir sér hvort við séum á réttri leið hvað varðar meðhöndlun og greiningu ADHD. Í dag séu það margir fullorðnir á ADHD-lyfjum.

„Mögulega er nú þegar verið að ofmeðhöndla ADHD eða greina of marga. Ef þessi þróun heldur áfram er ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera,“ segir Karl Reynir í samtali við Morgunblaðið.

Notkun ADHD-lyfja hefur aukist mjög stöðugt undanfarin ár og er notkun þeirra mun meiri en í þeim löndum sem við berum okkur oft saman við, t.d. annars staðar á Norðurlöndum.

Skortur hefur verið á ADHD-lyfinu Elvanse frá því í sumar og sér ekki fyrir endann á þeim skorti eins og fram kom í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku.

Lyfin klárist á kostnað þeirra sem þau þurfa

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, kallar eftir því að skerpt verði á verkferlum og segist hafa áhyggjur af því að lyfin klárist á kostnað þeirra sem raunverulega þurfa á þeim að halda.

Hún lýsir því hvernig fólk keyri í örvæntingu milli apóteka í leit að Elvanse Adult. „Það er galið að fólk sé að rúnta á milli og komi í svona mikilli örvæntingu í apótekin,“ segir Sigurbjörg við Morgunblaðið.

Sjö þúsund manns eru á lyfinu Elvanse á Íslandi í dag, en Lyfjastofnun hefur brugðist við skorti með undanþágulyfjum og samheitalyfjum. Þau seljast jafn hratt upp og Elvanse.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka