Hafís færist nær Íslandi

Hafís er í 60 sjómílna fjarlægð frá landinu og gæti …
Hafís er í 60 sjómílna fjarlægð frá landinu og gæti rekið nær landi á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafís er í 60 sjómílna fjarlægð frá landi norðvestan af Straumnesi og gæti rekið nær landi á næstu dögum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel 1-gervitunglinu leiðir þetta í ljós. Útlit er fyrir suðvestanátt á svæðinu næstu daga og því eru líkur á að hafísinn reki enn nær landi.

Hafískortið er byggt á ratsjármyndum frá Sentinel 1-gervitunglinu.
Hafískortið er byggt á ratsjármyndum frá Sentinel 1-gervitunglinu. Hafískort/Veðurstofa Íslands

Hafa aðallega áhyggjur af borgarísjökum

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að fylgjast verði með þessari þróun áfram en hafísinn hefur færst umtalsvert nær landi á síðustu dögum. 13. nóvember vakti Veðurstofan athygli á því að hafísinn væri í 95 sjómílna fjarlægð.

„Það eru aðallega borgarísjakar sem við höfum áhyggjur af, þeir geta farið á kreik og komið nálægt landi,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert