Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs um Norðurland eystra, Norðurland vestra og á miðhálendingu. Djúp lægð liggur nú við suðvesturhluta Grænlands og nálgast Ísland í dag hægt og rólega, því má vænta hægvaxandi sunnanáttar með deginum í dag og allhvössum vindi víðast hvar um landið.
Því mun fylgja talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Þá mun hlýna smám saman og spáð er 3 til 9 stiga hita í kvöld.
Spáð er talsverðri rigningu á Suðurlandi síðdegis í dag, en útlit er fyrir að það hvessi hressilega á Norðurlandi í nótt og þá verði 15-23 m/s fram að morgni, en því mun fylgja kólnandi veður, skúrir og él.
Fram kemur í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, að það verði hvöss suðlæg átt í fyrramálið á morgun með hviðum um 35 m/s í vindstrengjum við fjöll á austanverðu landinu. Hægari vindur um hádegi. Hvöss suðvestanátt undir annað kvöld og blint í slydduéljum eða éljum með hviðum um 35 m/s þegar élin ganga yfir á vestur helmingi landsins.