Nýtt kort: Hættusvæðið stækkar

Horft yfir hraunið við Grindavík og að Hagafelli, þar sem …
Horft yfir hraunið við Grindavík og að Hagafelli, þar sem gos þykir einna líklegast. mbl.is/Eggert Johannesson

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort fyrir svæðið í kringum Grindavík og Svartsengi. Með nýja kortinu er hættusvæðið stækkað frá því sem áður var.

Í tilkynningu segir að kortið sé unnið út frá nýjum gervitunglamyndum af Svartsengi og kvikuganginum, ásamt gögnum sem voru til umræðu í morgun með almannavörnum, sérfræðingum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands.

Þrjú hættusvæði eru á kortinu.
Þrjú hættusvæði eru á kortinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Þrjú hættusvæði

Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu hér að ofan.

Í tilkynningunni er tekið fram að almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kortið til hliðsjónar í skipulagningu fyrir svæðið.

Eldra kort má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert