Pestir áberandi í samfélaginu

Ragnheiður segir að æskilegt sé að fólk haldi sér til …
Ragnheiður segir að æskilegt sé að fólk haldi sér til hlés þegar það finnur fyrir einkennum. Ljósmynd/Colourbox

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir talsvert hafa borið á ýmiss konar pestum í samfélaginu að undanförnu, en fljótlega verður almenningi gert kleift að fara í bólusetningu gegn flensu.

„Maður finnur að það er mikið af covid og allskonar pestum í samfélaginu. Þetta er allt í bland,“ segir Ragnheiður og bætir við að töluverður fjöldi hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda af þessu tagi að undanförnu.

RS-veiran helsta áhyggjuefnið

Aðspurð segist Ragnheiður helst hafa áhyggjur af RS-veirunni, vegna þess að hún geti reynst ungum börnum hættuleg. „Yfir vetrartímann er yfirleitt mikið um RS. Hjá fullorðnu fólki er RS eins og kvef, en þetta leggst verst á þau yngstu,“ segir Ragnheiður og vísar til barna á fyrsta aldursári. „RS sem leggst á yngstu börnin er það helsta sem við höfum áhyggjur af.“

Að sögn Ragnheiðar er mikilvægt að rifja upp sóttvarnirnar og halda þeim góðum til þess að sporna við þeim pestum sem nú ganga yfir samfélagið. Þá sé æskilegt að fólk haldi sér til hlés þegar það finnur fyrir einkennum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert